Starfssvið umboðsmanns Alþingis og skilyrði þess að umboðsmaður fjalli um kvörtun. Lagasetning Alþingis. Lagareglur um gjafsókn.

(Mál nr. 261/1990)

Máli lokið með bréfi, dags. 18. apríl 1990.

A bar fram kvörtun og taldi, að lagareglur um bætur fyrir gæsluvarðhald að ósekju og lagareglur um gjafsókn væru ófullnægjandi. Þá taldi hann niðurstöðu dóms Hæstaréttar í máli hans á hendur ríkissjóði ekki viðunandi. Með bréfi, dags. 18. apríl 1990, tilkynnti ég A, að starfssvið umboðsmanns Alþingis næði til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga en almennt hvorki til laga, sem Alþingi hefði sett, né úrlausna dómstóla. Því brysti lagaskilyrði til þess að ég fjallaði frekar um kvörtun hans.