Starfssvið umboðsmanns Alþingis og skilyrði þess að umboðsmaður fjalli um kvörtun. Lagasetning Alþingis. Lagasetning og löggjafarstarf Alþingis.

(Mál nr. 323/1990)

Máli lokið með bréfi, dags. 31. ágúst 1990.

Opinber sjóður bar fram kvörtun við mig vegna lagasetningar og löggjafarstarfs Alþingis. Ég tilkynnti sjóðnum, að ég gæti ekki tekið kvörtun hans vegna laga og löggjafarhátta Alþingis til meðferðar sem slíka. Væri hinsvegar um „meinbugi“ að ræða á lögum í skilningi 11. gr. laga nr. 13/1987, gæti ég ákveðið að fara með slíkt mál í samræmi við lagagrein þessa og myndi láta sjóðinn vita, ef ég teldi ástæðu til þess að taka málið upp á þeim grundvelli.,