Starfssvið umboðsmanns Alþingis og skilyrði þess að umboðsmaður fjalli um kvörtun. Málskot til æðra stjórnvalds út af framkvæmd sauðfjárveikivarna.

(Mál nr. 307/1990)

Máli lokið með bréfi, dags. 21. júní 1990.

A kvartaði við mig út af þeirri ákvörðun Sauðfjárveikivarna að verða ekki við beiðni hans um að bú hans yrði fjárlaust til 1991 þrátt fyrir samkomulag um það frá 3. nóvember 1990. Í bréfi mínu til A, dags. 21. júní 1990, vísaði ég til þess, að landbúnaðarráðherra færi með yfirstjórn mála, sem vörðuðu sauðfjárveikivarnir og útrýmingu sauðfjársjúkdóma, sbr. 3. gr. laga nr. 23/1956 um varnir gegn útbreiðslu næmra sauðfjársjúkdóma og útrýmingu þeirra. Ákvarðanir Sauðfjárveikivarna í þessum efnum yrðu bornar undir landbúnaðarráðuneytið til úrskurðar. Ekki væri unnt að kvarta til umboðsmanns Alþingis, fyrr en æðra stjórnvald hefði fellt úrskurð sinn í máli, sbr. 3. mgr. 6. gr. laga nr. 13/1987 um umboðsmann Alþingis. Að svo stöddu væru því ekki skilyrði til þess, að ég fjallaði um málið.