Starfssvið umboðsmanns Alþingis og skilyrði þess að umboðsmaður fjalli um kvörtun. Málskot til æðra stjórnvalds vegna ákvarðana Vegagerðar ríkisins.

(Mál nr. 160/1989)

Máli lokið með bréfi, dags. 10. janúar 1990.

Vegagerð ríkisins synjaði A um bætur fyrir jarðefni, sem tekin höfðu verið á landsvæði nokkru. Ég benti A á, að ágreiningsefninu mætti skjóta til samgönguráðuneytisins, sbr. 7. gr. vegalaga nr. 6/1977, en samgönguráðherra færi með yfirstjórn allra vegamála samkvæmt lagagrein þessari. Væru því ekki fyrir hendi lagaskilyrði til þess, að ég fjallaði um málið, fyrr en úrlausn samgönguráðuneytisins lægi fyrir.