Starfssvið umboðsmanns Alþingis og skilyrði þess að umboðsmaður fjalli um kvörtun. Málskot til sveitarstjórna. Störf lögmanna.

(Mál nr. 310/1990)

Máli lokið með bréfi, dags. 23. júlí 1990.

A kvartaði m.a. út af vanrækslu lögmanns. Ég tjáði honum í bréfi, dags. 23. júlí 1990, að ég teldi, að slík mál féllu utan starfssviðs míns samkvæmt 2. gr. laga nr. 13/1987 um umboðsmann Alþingis. Því væri ekki lagaskilyrði fyrir því, að ég fjallaði um kvörtun hans.