Svör við erindum.

(Mál nr. 9924/2018)

A kvartaði yfir að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefði ekki svarað erindi.

Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn umboðsmanns kom fram að erindinu hefði nú verið svarað.

   

Umboðsmaður lauk því málinu með bréfi, dags. 17. janúar 2019, sem hljóðar svo:

   

Ég vísa til kvörtunar yðar frá 17. desember 2018, fyrir hönd A, þar sem þér kvartið yfir því að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hafi ekki svarað beiðni A-manna um þóknun fyrir setu í A.

Í tilefni af kvörtun yðar var atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu ritað bréf, dags. 18. desember 2018, sem yður var kynnt með bréfi, dags. sama dag. Mér hafa nú borist svör frá ráðuneytinu, dags. 10. janúar sl. Í bréfinu kemur fram að ráðuneytið hafi nú svarað erindinu með bréfi til A, dags. 10. janúar sl.

Þar sem kvörtun yðar beindist að því að erindi A um þóknun hefði ekki verið svarað og ráðuneytið hefur nú gert það tel ég ekki ástæðu til að aðhafast frekar í tilefni af kvörtuninni. Lýk ég því meðferð minni á málinu með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.