Fangelsismál. Svör við erindum.

(Mál nr. 9943/2018)

A kvartaði yfir því að beiðni um heimsókn í fangelsi hefði ekki verið svarað.

Við eftirgrennslan umboðsmanns kom fram að beiðnin hefði verið afgreidd.

   

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 30. janúar 2019, sem hljóðar svo:

   

Ég vísa til kvörtunar yðar frá 2. janúar sl. þar sem þér kvartið yfir því að beiðni yðar um að unnusti yðar fái að heimsækja yður í fangelsið Hólmsheiði hafi ekki verið svarað. Fram kemur í kvörtuninni að þér hafið sent beiðnina við upphaf afplánunar yðar.

Í tilefni af kvörtun yðar var forstöðumanni fangelsisins ritað bréf, dags. 9. janúar sl., sem yður var kynnt með bréfi, dags. sama dag. Mér hafa nú borist svör frá forstöðumanninum, dags. 23. janúar sl. Í bréfinu kemur m.a. fram að beiðni yðar hafi nú verið afgreidd.

Þar sem kvörtun yðar beindist að því að erindi yðar hefði ekki verið svarað og ljóst er að heimsóknarbeiðni yðar hefur nú verið afgreidd tel ég ekki ástæðu til að aðhafast frekar í tilefni af kvörtuninni. Lýk ég því meðferð minni á málinu með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.