Starfssvið umboðsmanns Alþingis og skilyrði þess að umboðsmaður fjalli um kvörtun. Lagasetning Alþingis.

(Mál nr. 64/1988)

Máli lokið með bréfi, dags. 27. febrúar 1989.

A kvartaði yfir því, að með setningu laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda hefði Alþingi tekið ákvörðun um mismunandi aðferðir við álagningu og innheimtu opinberra gjalda af þeim, sem væru yngri en 16 ára, og þeim, sem væru 16 ára og eldri. Í bréfi til A greindi ég honum frá því, að starfssvið mitt næði til stjórnsýslu ríkisins og sveitarfélaga, sbr. 2. gr. laga nr. 13/1987 um umboðsmann Alþingis, og næði almennt ekki til lagasetningar Alþingis.