Starfssvið umboðsmanns o.fl. Meðferð skiptaráðanda á gjaldþrotamáli.

(Mál nr. 7/1988)

Máli lokið með bréfi, dags. 24. ágúst 1988.

A og B kvörtuðu hinn 8. ágúst 1988 yfir meðferð embættis sýslumanns á gjaldþrotamáli A og fyrirtækisins X og töldu að embættið hefði sýnt aðgerðarleysi í málinu, allt síðan það kom í hendur þess í nóvember 1985. Eftir könnun á efni kvörtunarinnar ritaði ég A og B bréf 24. ágúst 1988 og tilkynnti þeim að ég teldi ljóst, að kvörtun þeirra varðaði meðferð gjaldþrotamáls hjá skiptaráðanda, sem hann færi með sem dómari. Var málið afgreitt frá mér með sama hætti og fyrrgreint mál nr. 4/1988 og vakti ég athygli dómsmálaráðuneytisins og sýslumannsins á kvörtuninni.