Starfssvið umboðsmanns o.fl. Málskot til æðra stjórnvalds vegna synjunar um framfærslustyrk.

(Mál nr. 21/1988)

Máli lokið með bréfi, dags. 28. júlí 1988.

A og B kvörtuðu yfir því, að félagsmálaráð C kaupstaðar hefði synjað þeim um styrk til greiðslu á húsaleigukostnaði. Ég benti A og B á, að í samræmi við 2. mgr. 29. gr. framfærslulaga nr. 80/1947 yrði synjun félagsmálaráðs kærð til bæjarstjórnar C og síðan til félagsmálaráðuneytis. Ekki væri unnt að kvarta til umboðsmanns Alþingis fyrr en æðra stjórnvald hefði fellt úrskurð sinn í máli, sbr. 3. mgr. 6. gr. laga nr.13/1987, um umboðsmann Alþingis. Jafnframt ritaði ég bæjarstjórn C bréf um þetta álit mitt. Í framhaldi af því fengu A og B úrlausn á máli sínu hjá viðkomandi bæjaryfirvöldum.