A taldi að Gjaldheimtunni í Reykjavík hefði verið óheimilt að skuldajafna barnabótum við ógreiddan álagðan eignarskatt sama árs, þar sem heimild til skuldajafnaðar í 6. gr. reglugerðar nr. 579/1987, um greiðslu barnabóta á árinu 1988, færi í bága við 4. mgr. l. tl. Aliðar 11. gr. laga nr. 49/1987, um breytingu á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum. Eftir athugun mína kom í ljós, að lögum nr. 49/1987 hafði verið breytt með lögum nr. 92/1987, er tóku gildi 1. janúar 1988, en í rökstuðningi Gjaldheimtunnar hafði ekki verið minnst á þau lög. Með hliðsjón af orðalagi 8. mgr. A-liðar 9. gr. laga nr. 92/1987 taldi ég, að umrætt reglugerðarákvæði ætti sér næga stoð í lögum.