Starfssvið umboðsmanns o.fl. Breyting á reglum um endurgreiðslu söluskatts af iðgjöldum af ábyrgðartryggingu bifreiða í eigu fatlaðra.

(Mál nr. 49/1988)

Máli lokið með bréfi, dags. 16. nóvember 1988.

A, sem var öryrki og orðin 67 ára, leitaði til mín vegna þess að henni hafði verið synjað um endurgreiðslu söluskatts af ábyrgðartryggingu bifreiðar sinnar á þeirri forsendu, að hún væri orðin ellilífeyrisþegi og ætti því ekki lengur rétt á endurgreiðslu söluskattsins sem öryrki skv. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 423/1988, um endurgreiðslu söluskatts af iðgjöldum af ábyrgðartryggingu bifreiða í eigu fatlaðra. Ég sendi fjármálaráðuneytinu kvörtun A, þar sem ekki lá fyrir úrskurður þess í málinu. Í svari ráðuneytisins kom fram að reglum nr. 423/1988 hefði verið breytt, þannig að fötluðum ellilífeyrisþegum væri tryggður sami réttur áfram.