Tafir hjá stjórnvaldi á afgreiðslu máls.

(Mál nr. 9993/2018)

A kvartaði yfir því að umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefði ekki svarað erindi X frá 4. júní 2018. Fram kom í kvörtuninni að X hefði ítrekað erindi sitt tvisvar með bréfum, dags. 18. september og 29. október 2018.

Við eftirgrennslan kom í ljós að eftir að umboðsmaður óskaði upplýsinga um málið hafði ráðuneytið svarað erindinu með bréfi, dags. 19. mars 2019 og því ekki ástæða fyrir umboðsmann til að aðhafast frekar.

   

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 26. mars 2019, sem hljóðar svo:

   

Ég vísa til kvörtunar yðar til mín, dags. 25. febrúar sl., yfir því að umhverfis- og auðlindaráðuneytið hafi ekki svarað erindi X frá 4. júní 2018. Fram kemur í kvörtuninni að X hafi ítrekað erindi sitt tvisvar með bréfum, dags. 18. september og 29. október 2018.

Í tilefni af kvörtun yðar var umhverfis- og auðlindaráðuneytinu ritað bréf, dags. 27. febrúar sl., sem yður var kynnt með bréfi, dags. sama dag. Mér hafa nú borist svör frá ráðuneytinu, dags. 20. mars sl. Í svari ráðuneytisins til mín kemur fram að erindi yðar hafi verið svarað með bréfi, dags. 19. mars sl. Afrit af bréfinu fylgdi svari ráðuneytisins til mín.

Þar sem kvörtun yðar beindist að því að erindi X hefði ekki verið svarað og ljóst er af bréfi ráðuneytisins til mín að það hefur nú svarað erindinu tel ég ekki ástæðu til að aðhafast frekar í tilefni af kvörtuninni. Lýk ég því meðferð minni á málinu með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.