Tafir hjá stjórnvaldi á afgreiðslu máls. Börn. Umgengni.

(Mál nr. 10006/2018)

A kvartaði yfir því að hafa ekki fengið viðbrögð við kæru til dómsmálaráðuneytisins vegna úrskurðar sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu varðandi umgengni við dóttur sína.

Við eftirgrennslan umboðsmanns hjá dómsmálaráðuneytinu kom í ljós að kæran hafði verið afgreidd. Umboðsmaður ákvað því að ljúka athugun sinni.

    

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 26. mars 2019, sem hljóðar svo:

   

Ég vísa til erindis yðar frá 11. mars sl. þar sem þér kvartið yfir því að hafa ekki fengið viðbrögð við kæru til dómsmálaráðuneytisins frá 9. október 2018 vegna úrskurðar sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu varðandi umgengni við dóttur yðar, B.

Dómsmálaráðuneytinu var ritað bréf 14. mars sl. með fyrirspurn um hvað liði með­ferð og afgreiðslu á framangreindri kæru yðar. Í svarbréfi ráðuneytisins, sem fylgir hér með í ljósriti, kemur fram að kæran hafi verið afgreidd með úrskurði 8. mars sl.

Þar sem fyrir liggur að málið sem tengist kvörtun yðar hefur nú verið afgreitt af hálfu dómsmálaráðuneytisins hef ég ákveðið að ljúka athugun minni með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997 um umboðsmann Alþingis. Ef þér teljið yður hins vegar beitta rangsleitni með niðurstöðu ráðuneytisins getið þér leitað til mín með sérstaka kvörtun þar að lútandi. Slík kvörtun þarf að berast mér innan árs frá því úrskurðurinn var kveðinn upp, sbr. 2. mgr. 6. gr. laga nr. 85/1997.