Kvartað var yfir Bílastæðasjóði Reykjavíkur vegna álagningar stöðubrotsgjalds.
Í samskiptum umboðsmanns við Reykjavíkurborg kom fram að Bílastæðasjóður hefði ákveðið að fella gjaldið úr gildi og A hefði verið tilkynnt það. Ekki var því ástæða fyrir umboðsmann til að aðhafast frekar.
Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 7. maí 2021, sem hljóðar svo:
Ég vísa til kvörtunar yðar, dags. 4. janúar sl., sem beinist að Bílastæðasjóði og lýtur að álagningu stöðubrotsgjalds af hálfu Bílastæðasjóðs Reykjavíkur 28. október sl., sbr. stöðubrot með tilvísun nr. P-2020-10-28-0060.
Í tilefni af kvörtun yðar var Reykjavíkurborg ritað bréf, dags. 19. mars sl., þar sem óskað var eftir að borgin veitti umboðsmanni tilteknar upplýsingar og skýringar. Mér hefur nú borist bréf Reykjavíkurborgar, dags. 5. maí sl., þar sem fram kemur að Bílastæðasjóður hafi ákveðið að álagning stöðubrotsgjalds verði felld úr gildi og yður hafi verið tilkynnt um það. Bréfið fylgir hjálagt í ljósriti.
Í ljósi framangreinds tel ég ekki tilefni til að aðhafast frekar vegna kvörtunar yðar. Ég lýk því umfjöllun minni um hana, sbr. a-lið 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.
Hinn 26. apríl sl. var undirritaður kjörinn umboðsmaður Alþingis og tók við embætti 1. maí sl. Hefur hann því farið með mál þetta frá þeim tíma.