Tafir hjá stjórnvaldi á afgreiðslu máls.

(Mál nr. 11036/2021)

Kvartað var yfir töfum á afgreiðslu kæru hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.

Umboðsmaður grennslaðist fyrir um málið og í svari ráðuneytisins kom fram að málið hefði verið afgreitt. Ekki var því ástæða til að aðhafast frekar.

  

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 4. maí 2021, sem hljóðar svo:

   

Ég vísa til kvörtunar yðar frá 13. apríl sl. sem beinist að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu yfir töfum á afgreiðslu stjórnsýslukæru yðar í máli nr. [...] hjá ráðuneytinu.

Hinn 26. apríl sl. var undirritaður kjörinn umboðsmaður Alþingis og tók við embætti 1. maí sl. Hefur hann því farið með mál þetta frá þeim tíma.

Í tilefni af kvörtuninni var ráðuneytinu ritað bréf, dags. 13. apríl sl., þar sem óskað var upplýsinga um hvað liði meðferð og afgreiðslu málsins. Nú hafa borist upplýsingar frá yður í tölvupósti um að málið hafi verið afgreitt hjá ráðuneytinu.

Í ljósi þess að kvörtun yðar laut að því að mál yðar hefði ekki verið afgreitt hjá ráðuneytinu og það hefur nú verið gert tel ég ekki tilefni til að aðhafast frekar vegna hennar.

Með vísan til þess sem að framan er rakið lýk ég umfjöllun minni um málið, sbr. a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.