Almannatryggingar. Tafir á afgreiðslu máls.

(Mál nr. 11153/2021)

Kvartað var yfir töfum á afgreiðslu Tryggingastofnunar á erindi.

Í kjölfar fyrirspurnar umboðsmanns kom fram hjá Tryggingastofnun að erindið hefði ekki verið lagt í réttan farveg og af þeim sökum ekki verið svarað. Unnið sé að svari og hafi viðkomandi verið upplýstur um það. Í ljósi þessa var ekki ástæða fyrir til að aðhafast frekar.

   

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 25. júní 2021, sem hljóðar svo:

   

Vísað er til kvörtunar yðar, dags. 29. maí sl., yfir töfum á afgreiðslu Tryggingastofnunar á erindi yðar sem móttekið var af stofnuninni 24. mars sl. Erindið varðar beiðni um sundurliðun á útreikningi Tryggingastofnunar á lífeyri til handa yður.

Í tilefni af kvörtun yðar var Tryggingastofnun ritað bréf, dags. 4. júní sl., þar sem þess var óskað að stofnunin upplýsti um hvað liði meðferð og afgreiðslu erindisins. Mér hefur nú borist svar frá Tryggingastofnun, dags. 16. júní sl., þar sem fram kemur að í ljós hafi komið að erindi yðar hafi ekki verið lagt í réttan farveg hjá stofnuninni og hafi af þeim sökum ekki verið svarað. Í kjölfarið hafi erindi yðar verið tekið til meðferðar og að svar til yðar sé í vinnslu. Auk þess kemur fram að Tryggingastofnun hafi upplýst yður um framangreint.

Þar sem kvörtun yðar lýtur að því að erindi yðar hafi ekki verið svarað og þar sem það það er nú komið í farveg tel ég ekki ástæðu til að aðhafast frekar í tilefni af kvörtun yðar. Lýk ég því meðferð minni á málinu með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.