Tafir hjá stjórnvaldi á afgreiðslu máls.

(Mál nr. 11205/2021)

Kvartað var yfir töfum á afgreiðslu Hornstrandanefndar á beiðni um afhendingu fundargerða nefndarinnar. 

Í kjölfar eftirgrennslanar umboðsmanns voru fundargerðirnar afhentar og því ekki ástæða til að aðhafast frekar.

   

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 19. ágúst 2021, sem hljóðar svo:

   

   

Vísað er til kvörtunar yðar, dags. 30. júní sl., yfir töfum á afgreiðslu Hornstrandanefndar á beiðni yðar um afhendingu fundargerða nefndarinnar.

Í tilefni af kvörtun yðar var formanni Hornstrandanefndar ritað bréf, dags. 30. júní sl., sem yður var kynnt með bréfi, dags. sama dag. Mér barst tölvupóstur, dags. 10. ágúst sl., með afriti af fundargerðum Hornstrandanefndar í viðhengi. Framangreindur póstur var einnig sendur á tölvupóstfang yðar, [...]. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfis­stofnun hefur stofnunin ekki fengið viðbrögð við framangreindum tölvu­pósti en álítur að beiðni yðar hafi nú verið afgreidd að fullu.

Þar sem kvörtun yðar beindist að því að beiðni yðar hefði ekki verið afgreidd og Umhverfisstofnun hefur nú sent yður afrit af umræddum fundar­gerðum tel ég ekki ástæðu til að aðhafast frekar í tilefni af kvörtuninni. Lýk ég því meðferð minni á málinu með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.