Gjafsókn.

(Mál nr. 11048/2021)

Kvartað var yfir synjun dómsmálaráðuneytisins á beiðni um veitingu gjafsóknar.

Í kjölfar fyrirspurnar til ráðuneytisins bárust þau svör að það ætlaði að endurupptaka málið og óska eftir að nýrri umsögn frá gjafsóknarnefnd í málinu. Ekki var því tilefni fyrir umboðsmann til að aðhafast frekar vegna kvörtunarinnar.

  

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 15. september 2021, sem hljóðar svo:

  

  

Vísað er til kvörtunar yðar f.h. A yfir synjun dómsmálaráðuneytisins frá 11. janúar sl. á beiðni hennar um veitingu gjafsóknar.

Í tilefni af kvörtuninni var dómsmálaráðuneytinu ritað bréf, dags. 15. júní sl., sem yður var sent afrit af, dags. sama dag. Mér hafa nú borist svör frá ráðuneytinu, dags. 13. september sl. Þar kemur fram að ráðuneytið ætli að endurupptaka mál A og óska eftir því að gjafsóknarnefnd láti ráðuneytinu í té nýja umsögn í málinu.

Með vísan til framangreinds tel ég ekki tilefni til þess að aðhafast frekar vegna kvörtunar yðar að svo stöddu og læt athugun minni á málinu lokið með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis. Ef A telur sig enn beitta rangsleitni að fenginni nýrri niðurstöðu ráðuneytisins getið þér leitað til mín að nýju með kvörtun þar að lútandi.