Fullnusta refsinga. Fangelsismál. Reynslulausn.

(Mál nr. 11234/2021)

Kvartað var yfir úrskurði dómsmálaráðuneytisins sem staðfesti ákvörðun Fangelsismálastofnunar um að synja um reynslulausn.

Í svari frá ráðuneytinu kom fram að ákveðið hefði verið að endurupptaka málið og því ekki tilefni fyrir umboðsmann til að aðhafast frekar.

  

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 15. september 2021, sem hljóðar svo:

   

  

Vísað er til kvörtunar yðar f.h. A yfir úrskurði dómsmálaráðu­neytisins frá 15. júlí sl. í máli nr. [...]. Með úrskurðinum var ákvörðun Fangelsismálastofnunar ríkisins (FMS) um að synja A um reynslulausn, dags. 14. júní sl., staðfest.

Í tilefni af kvörtuninni var dómsmálaráðuneytinu ritað bréf, dags. 25. ágúst sl., þar sem óskað var tiltekinna upplýsinga og skýringa. Mér hefur nú borist meðfylgjandi svar ráðuneytisins, dags. 9. september sl., þar sem fram kemur að ráðuneytið hafi ákveðið að endurupptaka mál A.

Í ljósi framangreinds tel ég ekki tilefni til þess að aðhafast frekar vegna málsins og læt athugun minni á málinu lokið með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis. Ég tek þó fram að ef A telur sig enn beittan rangsleitni að fenginni nýrri niðurstöðu ráðuneytisins getur hann leitað til mín að nýju vegna þess.