Aðgangur að gögnum og upplýsingum. Tafir hjá stjórnvaldi á afgreiðslu máls.

(Mál nr. 11274/2021)

Kvartað var yfir að beiðni til landlæknisembættisins um aðgang að eigin persónuupplýsingum hefði ekki verið svarað.

Í svari frá landlæknisembættinu kom fram að erindinu hefði verið svarað og viðkomandi veittar tilteknar leiðbeiningar og upplýsingar og beðinn afsökunar á drætti á málsmeðferð. Lét umboðsmaður athugun sinni því lokið.

  

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 15. september 2021, sem hljóðar svo:

  

  

Vísað er til kvörtunar yðar, dags. 26. ágúst sl. yfir því að beiðni yðar til landlæknisembættisins frá 5. nóvember sl. um aðgang að eigin persónuupplýsingum hafi ekki verið svarað.

Í tilefni af kvörtuninni var landlæknisembættinu ritað bréf, dags. 27. ágúst sl., þar sem þess var óskað að upplýst yður um hvað liði meðferð og afgreiðslu erindisins.

Nú hefur borist svarbréf landlæknisembættisins, dags. 13. september sl., sem fylgir hjálagt í ljósriti, þar sem fram kemur að erindi yðar hafi verið svarað þann dag, yður veittar tilteknar leiðbeiningar og upplýsingar og þér beðinn afsökunar á drætti á málsmeðferð.

Þar sem kvörtun yðar laut að því að erindi yðar hefði ekki verið svarað og það hefur nú verið gert læt ég athugun minni á málinu lokið með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.