Tafir hjá stjórnvaldi á afgreiðslu máls. Útlendingar. Frestun réttaráhrifa.

(Mál nr. 11295/2021)

Kvartað var yfir að kærunefnd útlendingamála hefði ekki svarað beiðni um frestun réttaráhrifa á meðan beiðni um endurupptöku máls væri til meðferðar hjá nefndinni.

Tveimur dögum síðar lét viðkomandi vita að nefndin hefði úrskurðað í málinu og lét umboðsmaður málinu lokið.

  

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 15. september 2021, sem hljóðar svo:

  

  

Vísað er til kvörtunar yðar f.h. A, dags. 8. september sl., yfir því að kærunefnd útlendingamála hafi ekki svarað beiðni frá 29. júlí sl. um frestun réttaráhrifa á meðan beiðni um endurupptöku máls væri til meðferðar hjá nefndinni.

Mér hefur nú borist tölvupóstur frá yður, dags. 10. september sl., þar sem fram kemur að kærunefnd útlendingamála hafi úrskurðað í umræddu máli. Með vísan til þess læt ég máli þessu lokið, sbr. a-lið 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.