Skipulags- og byggingarmál. Lokaúttekt byggingarfulltrúa.

(Mál nr. 11190/2021)

Kvartað var yfir úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem hafnaði kröfu húsfélags um að ógilda ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík um að gefa út vottorð um lokaúttekt hússins.

Í kjölfar fyrirspurnar umboðsmanns tilkynnti nefndin að hún teldi rétt að taka málið aftur til meðferðar að eigin frumkvæði. Ekki var því tilefni til að aðhafast frekar.

  

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 23. september 2021, sem hljóðar svo:

   

  

Vísað er til kvörtunar húsfélags A yfir úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála 6. maí sl. í máli nr. 134/2020. Samkvæmt úrskurðinum hafnaði nefndin kröfu félagsins um að ógilda ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 21. október 2020 um að gefa út vottorð um lokaúttekt vegna A.

Í tilefni af kvörtuninni var nefndinni ritað bréf 12. ágúst sl. þar sem óskað var eftir tilteknum upplýsingum og skýringum frá henni. Mér hefur nú borist bréf nefndarinnar, dags. 21. september sl., þar sem tilkynnt er að hún telji rétt að taka mál nr. 134/2020 aftur til meðferðar að eigin frumkvæði.

Í ljósi þess að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur endurupptekið mál húsfélags A tel ég ekki tilefni til að aðhafast frekar vegna þess að svo stöddu og læt athugun minni á málinu lokið, sbr. a-lið 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis. Þess skal þó getið að ef félagið telur sig enn beitt rangsleitni að fenginni nýrri niðurstöðu nefndarinnar getur það leitað aftur til mín.