Tafir hjá stjórnvaldi á afgreiðslu máls. Útlendingar.

(Mál nr. 11278/2021)

Kvartað var yfir töfum á afgreiðslu dvalarleyfisumsóknar hjá Útlendingastofnun.

Í kjölfar eftirgrennslan umboðsmanns var umsóknin afgreidd og því ekki ástæða til að aðhafast frekar.

  

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 24. september 2021, sem hljóðar svo:

 

  

Vísað er til erindis yðar, dags. 30. ágúst sl., þar sem þér kvartið yfir töfum á afgreiðslu umsóknar dóttur yðar hjá Útlendingastofnun.

Í tilefni af kvörtun yðar var Útlendingastofnun ritað bréf, dags. 2. september sl., þar sem þess var óskað að það upplýsti mig um hvað liði meðferð og afgreiðslu erindisins. Mér hefur nú borist svar frá Útlendingastofnun, dags. 16. september sl., sem fylgir hjálagt í ljós­riti, þar sem fram kemur að dvalarleyfisumsókn dóttur yðar hafi verið afgreidd.

Þar sem kvörtun yðar lýtur að því að erindi yðar hafi ekki verið svarað og þar sem það hefur nú verið gert tel ég ekki ástæðu til að aðhafast frekar í tilefni af kvörtun yðar. Þar hef ég jafnframt litið til þeirra viðbragða sem lýst er í bréfinu að gripið hafi verið til þegar mistök í málinu komu í ljós. Lýk ég því meðferð minni á málinu með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.