Félagsþjónusta og félagsleg aðstoð.

(Mál nr. 10806/2020)

Kvartað var yfir að ekki hefði fengist úthlutað félagslegu húsnæði hjá Seltjarnarnesbæ.

Eftir að málinu var hreyft bárust upplýsingar frá sveitarfélaginu um að viðkomandi hefði fengið úthlutað félagslegu húsnæði sl. sumar og því ekki tilefni til að aðhafast frekar.

  

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 22. október 2021, sem hljóðar svo:

  

  

Vísað er til kvörtunar yðar yfir því að þér hafið ekki fengið úthlutað félagslegu húsnæði hjá Seltjarnarnesbæ. Mér hefur nú borist meðfylgjandi bréf, dags. 20. október sl., frá Seltjarnarnesbæ þar sem fram kemur að þér hafið fengið úthlutað íbúð af hálfu sveitarfélagsins í júlí sl.

Í ljósi framangreinds tel ég ekki tilefni til þess að aðhafast frekar vegna málsins og læt athugun minni á málinu lokið með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.