Opinberir starfsmenn.

(Mál nr. 11229/2021)

Kvartað var yfir ráðningu í starf hjá Vegagerðinni án þess að það hefði verið auglýst.

Vegagerðin upplýsti að starfið hefði verið auglýst og sá ráðni verið á meðal umsækjenda. Umboðsmaður lét því málinu lokið.

  

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 18. október 2021, sem hljóðar svo:

  

  

Vísað er til kvörtunar yðar, sem barst 22. júlí sl., yfir því að B hafi verið ráðinn í starf sérfræðings hjá Vegagerðinni árið 2020 án þess að starfið hafi verið auglýst.

Í tilefni af kvörtuninni var þess óskað, með bréfum dags. 25. ágúst sl. og 16. september sl., að Vegagerðin upplýsti umboðsmann um málsatvik varðandi ráðningu B. Í svörum Vegagerðarinnar kemur fram að umrætt starf hafi verið auglýst í desember 2019, B hafi verið meðal níu umsækjenda, ákvörðun hafi verið tekin um ráðningu hans 5. febrúar 2020 og samkomulag hafi orðið um að hann hæfi störf í ágúst 2020.

Með vísan til framangreinds læt ég því máli þessu lokið, sbr. a-lið 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.