Gjafsókn.

(Mál nr. 11286/2021)

Kvartað var yfir synjun dómsmálaráðuneytis á gjafsókn.

Ráðuneytið tilkynnti umboðsmanni að það væri nú búið að gefa út gjafsóknarleyfi í málinu og því lét  hann athugun sinni lokið.

  

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 18. október 2021, sem hljóðar svo:

   

  

Vísað er til kvörtunar yðar fyrir hönd A, [...], yfir ákvörðun dómsmálaráðuneytisins 24. ágúst sl. um að synja umsókn A um gjafsókn.

Í tilefni af kvörtuninni var ráðuneytinu ritað bréf 23. september sl. sem það svaraði 15. þessa mánaðar. Þar var tilkynnt að ráðuneytið hefði gefið út gjafsóknarleyfi til handa A. Með bréfinu fylgdi afrit af leyfinu 12. sama mánaðar.

Með vísan til framangreinds er athugun minni á kvörtun yðar lokið, sbr. a-lið 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.