Heilbrigðismál.

(Mál nr. 11349/2021)

Kvartað var yfir að stjórnvöld hefðu brugðist skyldum sínum gagnvart viðkomandi.

Þar sem atvik málsins voru utan þess ársfrests sem áskilinn er til að umboðsmaður geti tekið kvörtun til meðferðar voru ekki skilyrði til að hann fjallaði um hana.

  

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 21. október 2021, sem hljóðar svo:

  

  

Vísað er til kvörtunar yðar 14. október sl. yfir því að stjórnvöld hafi brugðist skyldum sínum gagnvart yður, eins og nánar er rakið í kvörtuninni.

Um hlutverk umboðsmanns Alþingis og skilyrði fyrir því að kvörtun verði tekin til meðferðar er fjallað í lögum nr. 85/1997. Samkvæmt 2. gr. laganna er hlutverk umboðsmanns að hafa í umboði Alþingis eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga á þann hátt sem nánar greinir í lögunum. Meðal skilyrða þess að kvörtun verði tekin til meðferðar af hálfu umboðsmanns er að hún sé borin fram innan árs frá því er stjórnsýslugerningur sá er um ræðir var til lykta leiddur. Af kvörtun yðar verður ráðið að hún varði atvik sem eru utan þessa frests.

Með vísan til framangreinds eru ekki skilyrði að lögum til þess að ég fjalli frekar um kvörtun yðar. Lýk ég því athugun minni á henni með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997.