Tafir. Fasteignaskráning og fasteignamat.

(Mál nr. 10988/2021)

Kvartað var yfir töfum á afgreiðslu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins á kæru vegna ákvörðunar Þjóðskrár Íslands um skráningu í fasteignaskrá.

Í kjölfar fyrirspurnar umboðsmanns kvað ráðuneytið upp úrskurð í málinu og því ekki ástæða fyrir hann til að aðhafast frekar.

  

Settur umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 23. apríl 2021, sem hljóðar svo:

  

 

Ég vísa til kvörtunar yðar, f.h. A og B, til umboðsmanns Alþingis, dags. 19. mars sl., yfir töfum á afgreiðslu á kæru þeirra til samgöngu- og sveitarstjórnar­ráðu­neytisins vegna ákvörðunar Þjóðskrár Íslands um skráningu í fasteigna­skrá.

Í tilefni af kvörtuninni var ráðuneytinu ritað bréf, dags. 19. mars sl., sem yður var kynnt með bréfi, dags. sama dag, þar sem þess var óskað að ráðuneytið veitti upplýsingar um hvað liði meðferð og af­greiðslu málsins. Mér bárust svör frá ráðuneytinu, dags. 15. apríl sl., þar sem fram kemur að ráðuneytið hafi kveðið upp úrskurð í málinu 31. mars sl. og hafi hann verið sendur umbjóðendum yðar.

Þar sem kvörtun yðar beindist að töfum á afgreiðslu ráðuneytisins á kæru umbjóðenda yðar og að nú liggur fyrir úrskurður í málinu tel ég ekki ástæðu til að aðhafast frekar í tilefni af kvörtuninni. Lýk ég því með­ferð minni á málinu með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Undirritaður fór með mál þetta sem settur umboðsmaður Alþingis á grundvelli 3. mgr. 14. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

  

  

Kjartan Bjarni Björgvinsson