Tafir hjá stjórnvaldi á afgreiðslu máls. Ökuréttindi.

(Mál nr. 11035/2021)

Kvartað var yfir töfum á afgreiðslu stjórnsýslukæru hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu vegna synjunar um veitingu ökuréttinda.

Í svari við fyrirspurn kom fram að ráðuneytið hefði tekið ákvörðun í málinu og því ekki tilefni til að halda því áfram hjá umboðsmanni.

  

Settur umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 27. apríl 2021, sem hljóðar svo:

  

  

Ég vísa til kvörtunar yðar fyrir hönd A sem beinist að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu vegna tafa á afgreiðslu stjórnsýslukæru vegna ákvörðunar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um synjun um veitingu ökuréttar frá 3. janúar 2020. 

Í tilefni af kvörtuninni var ráðuneytinu ritað bréf, dags. 13. apríl sl., þar sem óskað var upplýsinga um hvað liði meðferð og afgreiðslu máls A. Nú hefur borist bréf frá yður þar sem  fram kemur að ráðuneytið hafi tekið ákvörðun í málinu og því sé ekki tilefni til að halda málinu áfram hjá umboðsmanni.

Í ljósi framangreinds tel ég ekki tilefni til að aðhafast frekar vegna málsins og lýk því umfjöllun minni um það, sbr. a-lið 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Undirritaður fór með mál þetta sem settur umboðsmaður Alþingis á grundvelli 3. mgr. 14. gr. laga nr. 85/1997.

  

  

Kjartan Bjarni Björgvinsson