Starfsleyfi.

(Mál nr. 10978/2021)

Kvartað var yfir töfum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á afgreiðslu um löggildingu starfsheitis.

Ráðuneytið upplýsti að umsóknin hefði verið afgreidd fyrir nokkru og því ekki forsendur fyrir umboðsmann til að aðhafast frekar.

    

Settur umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 29. mars 2021, sem hljóðar svo:

  

  

Ég vísa til kvörtunar yðar til mín, dags. 11. mars sl., yfir töfum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins á afgreiðslu á umsókn yðar um löggildingu starfsheitis samkvæmt lögum nr. 8/1996. Samkvæmt því sem fram kom í kvörtuninni fylltuð þér út umsókn um leyfi til að nota starfsheitið verkfræðingur í afgreiðslu ráðuneytisins 28. febrúar 2020.

Í tilefni af kvörtuninni var ráðuneytinu ritað bréf, dags. 22. mars sl., sem yður var kynnt með bréfi, dags. sama dag. Mér bárust svör frá ráðuneytinu með bréfi, dags. 25. mars sl., þar sem fram kom að ráðuneytið hefði afgreitt umsókn yðar með bréfi, dags. 2. júní 2020. Bréfið hafði verið sent á uppgefið heimilisfang yðar, [...]. Þá var tekið fram að í kjölfar erindis míns hefði ráðuneytið enn fremur ákveðið að senda yður afrit af framangreindu bréfi hinn 24. mars sl. 

Í ljósi þess að ráðuneytið hefur afgreitt umsókn yðar hef ég ekki forsendur til að aðhafast frekar í tilefni af kvörtun yðar og lýk ég því meðferð minni á málinu, sbr. a-lið 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmanns Alþingis. Ég tek hins vegar fram að ef þér teljið yður beittan rangsleitni með niðurstöðu ráðuneytisins í máli yðar getið þér leitað til mín með sérstaka kvörtun þar að lútandi.

Undirritaður fór með mál þetta sem settur umboðsmaður Alþingis á grundvelli 3. mgr. 14. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

  

 

Kjartan Bjarni Björgvinsson