Tafir hjá stjórnvaldi á afgreiðslu máls.

(Mál nr. 11199/2021)

Kvartað var yfir að byggingarfulltrúi Seltjarnarnesbæjar hefði ekki svarað erindum.

Í kjölfar eftirgrennslanar umboðsmanns var erindinu svarað og því ekki tilefni til að aðhafast frekar.

  

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 16. desember 2021, sem hljóðar svo:

 

  

Vísað er til kvörtunar yðar frá 28. júní sl. yfir því að byggingarfulltrúi Seltjarnarnesbæjar hafi ekki svarað erindum yðar í tengslum við framkvæmdir nágranna yðar.

Í tilefni af kvörtun yðar var Seltjarnarnesbæ ritað bréf 2. júlí sl. sem yður var kynnt með bréfi sama dag. Í svari sveitarfélagsins frá 8. nóvember sl. kom fram að erindi yðar hefði nú verið svarað. Í svari byggingarfulltrúa til yðar kom m.a. fram að hann hefði boðist til að hitta yður á vettvang og fara yfir þau atriði er fram koma í erindi yðar.

Af svörum sveitarfélagsins til mín er ljóst að það hefur nú svarað erindum yðar og málið er enn í farvegi hjá því. Af þeim sökum tel ég ekki ástæðu til að aðhafast frekar í tilefni af kvörtun yðar til mín og lýk því meðferð minni á málinu með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis. Ef frekari tafir verða á málinu eða þér teljið yður enn beitta rangsleitni að því loknu getið þér leitað til mín á ný með kvörtun þar að lútandi.