Tafir hjá stjórnvaldi á afgreiðslu máls.

(Mál nr. 11341/2021)

Kvartað var yfir að beiðni um afstöðu til líffæragjafar yrði skráð hefði ekki verið svarað.

Við eftirgrennslan kom í ljós að þetta hafði verið skráð.

   

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 21. desember 2021, sem hljóðar svo:

 

  

Vísað er til kvörtunar yðar 5. október sl. yfir því að beiðni yðar 19. febrúar sl. um að afstaða yðar til líffæragjafar yrði skráð hafi ekki verið svarað af heilsugæslunni Miðbæ.

Í tilefni af kvörtuninni voru heilsugæslunni rituð bréf 13. október og 10. nóvember sl. sem hún svaraði með bréfum 22. október og 26. nóvember sl. Í svarbréfum heilsugæslunnar kom fram að afstaða yðar til líffæragjafar hefði verið skráð í snjókorn sjúkráskrárinnar á heilsugæslunni og yður hefði verið tilkynnt um það.

Þar sem kvörtun yðar lýtur að því að erindi yðar hafi ekki verið svarað og þar sem það hefur nú verið gert tel ég ekki ástæðu til að aðhafast frekar. Lýk ég því meðferð minni á málinu með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.