Tafir hjá stjórnvaldi á afgreiðslu máls.

(Mál nr. 10938/2021)

Kvartað var yfir töfum á afgreiðslu landlæknis á erindi. 

Í svari landlæknis kom fram að viðkomandi hefði verið boðaður til fundar eftir fyrirspurn umboðsmanns. Álit landlæknis hefði verið afhent á fundinum og veitt færi á að ræða um niðurstöðu málsins. Umboðsmaður lét athugun sinni því lokið.

  

Settur umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 23. febrúar 2021, sem hljóðar svo:

 

  

Ég vísa til kvörtunar yðar, dags. 5. febrúar sl., þar sem þér kvartið yfir töfum á afgreiðslu landlæknis á erindi yðar frá 12. nóvember sl. Málið varðar B sem lést í október 2019.

Í tilefni af kvörtun yðar var landlækni ritað bréf, dags. 11. febrúar sl., þar sem þess var óskað að hann upplýsti mig um hvað liði meðferð og afgreiðslu erindisins. Mér hefur nú borist svar frá landlækni, dags. 18. febrúar sl., þar sem fram kemur að landlæknir, ásamt yfirlækni skrifstofu landlæknis, hafi átt fund með yður sama dag. Á fundinum hafi yður verið afhent álit landlæknis og yður veitt færi á að ræða um niðurstöðu málsins.

Þar sem kvörtun yðar lýtur að töfum á málsmeðferð og þar sem mér hafa nú borist upplýsingar um að landlæknir hafi lokið máli yðar tel ég ekki tilefni til að aðhafast frekar í tilefni af kvörtun yðar. Lýk ég því meðferð minni á málinu með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Undirritaður fór með mál þetta sem settur umboðsmaður Alþingis á grundvelli 3. mgr. 14. gr. laga nr. 85/1997.

  

  

Kjartan Bjarni Björgvinsson