Gjafsókn.

(Mál nr. 10946/2021)

Kvartað var yfir töfum á málsmeðferð gjafsóknarnefndar. 

Í kjölfar fyrirspurnar umboðmanns kom fram í bréfi frá dómsmálaráðuneytinu að gefið hefði verið út gjafsóknarleyfi vegna umsóknarinnar.

  

Settur umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 26. febrúar 2021, sem hljóðar svo:

  

  

Ég vísa til kvörtunar yðar f.h. A vegna tafa á málsmeðferð gjafsóknarnefndar vegna umsóknar A um gjafsókn.

Í tilefni af kvörtuninni var dómsmálaráðuneytinu ritað bréf, dags. 15. febrúar sl. þar sem óskað var eftir því að ráðuneytið upplýsti um hvað liði meðferð og afgreiðslu málsins. Með bréfi, dags. 26. febrúar sl., barst mér bréf frá ráðuneytinu þar sem fram kom að gefið hefði verið út gjafsóknarleyfi vegna umsóknar.

Í ljósi þess að ráðuneytið hefur nú orðið við beiðni A um gjafsókn tel ég ekki tilefni til þess að aðhafast frekar vegna þess að svo stöddu og læt því athugun minni á málinu lokið, sbr. a-lið 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Undirritaður fór með mál þetta sem settur umboðsmaður Alþingis á grundvelli 3. mgr. 14. gr. laga nr. 85/1997.

 

 

Kjartan Bjarni Björgvinsson