Tafir hjá stjórnvaldi á afgreiðslu máls.

(Mál nr. 10855/2020)

Kvartað var yfir töfum á svörum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.  

Í kjölfar eftirgrennslanar umboðsmanns svaraði lögreglan erindi viðkomandi og því ekki tilefni til að aðhafast frekar.

  

Settur umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 8. febrúar 2021, sem hljóðar svo:

  

Ég vísa til kvörtunar yðar til umboðsmanns Alþingis frá 9. desember sl. yfir því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki svarað erindi yðar frá 22. september sl. Með erindi yðar komuð þér á framfæri athuga­semdum við það að hafa verið stöðvaður á göngu yðar á Freyjugötu vegna kvikmyndatöku sem hafi þá staðið yfir.

Í tilefni af kvörtun yðar var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ritað bréf, dags. 15. desember sl., þar sem óskað var upplýsinga um hvort erindið hefði borist lögreglunni og hvað liði þá meðferð þess og af­greiðslu. Nú hefur borist bréf frá lögreglunni þar sem fram kemur að yður hafi verið svarað og fylgir afrit af bréfi lögreglunnar til yðar, dags. 2. febrúar sl. 

Í ljósi þess að kvörtun yðar laut að því að erindi yðar hefði ekki verið svarað og lögreglan hefur nú svarað því tel ég ekki tilefni til að aðhafast frekar vegna hennar.

Með vísan til þess sem að framan er rakið lýk ég umfjöllun minni um málið, sbr. a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Undirritaður fór með mál þetta sem settur umboðsmaður Alþingis á grundvelli 3. mgr. 14. gr. laga nr. 85/1997.

  

   

Kjartan Bjarni Björgvinsson