Tafir hjá stjórnvaldi á afgreiðslu máls.

(Mál nr. 10862/2020)

Kvartað var yfir því að fjármála- og efnahagsráðuneytið og dómsmálaráðuneytið hefði ekki svarað erindi. 

Við eftirgrennslan umboðsmanns fengust þær upplýsingar að ráðuneytin hefðu svarað erindinu og lauk því meðferð umboðsmanns.

  

Settur umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 9. febrúar 2021, sem hljóðar svo:

  

  

Ég vísa til erindis yðar, dags. 15. desember 2020, þar sem þér kvartið yfir því að fjármála- og efnahagsráðuneytið og dómsmálaráðu­neytið hafi ekki svarað erindi yðar, dags. 25. október 2020, er varðaði landnota- og vatnsréttindi jarðarinnar [...].

Í tilefni kvörtunar yðar voru fjármála- og efnahagsráðuneytinu og dómsmálaráðuneytinu rituð bréf, dags. 30. desember 2020, þar sem þess var óskað að ráðuneytin upplýstu mig um hvort erindi yðar hefði borist og ef svo væri hvað liði þá meðferð og afgreiðslu þess.

Mér barst svar frá dómsmálaráðuneytinu, dags. 18. janúar sl., um að erindi yðar hafi borist ráðuneytinu og yrði svarað á næstu dögum. Í kjölfar bréfs yðar til mín, dags. 26. janúar sl., um að dómsmála­ráðu­neytið hefði ekki enn svarað erindi yðar hafði starfsmaður minn samband við ráðuneytið 3. febrúar sl. og óskaði upplýsinga um stöðu málsins. Fengust þær upplýsingar að ráðuneytið hefði nú svarað erindinu og barst mér í kjölfarið afrit af svarbréfi ráðuneytisins til yðar, dags. 28. janúar sl.

Mér hefur jafnframt borist svar frá fjármála- og efnahagsráðu­neytinu, dags. 19. janúar sl., þar sem fram kemur að ráðuneytið hafi nú svarað erindi yðar. Þá hefur mér borist afrit af svarbréfi ráðu­neytisins til yðar, dags. 18. janúar sl.

Þar sem kvörtun yðar laut að því að erindi yðar hefði ekki verið svarað og þar sem það hefur nú verið gert tel ég ekki ástæðu til að að­hafast frekar í tilefni af kvörtun yðar. Lýk ég því meðferð minni á málinu með vísan til a-liðar 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Undirritaður fór með mál þetta sem settur umboðsmaður Alþingis á grundvelli 3. mgr. 14. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

   

   

Kjartan Bjarni Björgvinsson