Heilbrigðismál.

(Mál nr. 11047/2021)

Kvartað var yfir ákvörðun lyfjanefndar Landspítala.

Í ljósi nýrrar ákvörðunar nefndarinnar var ekki þörf á að umboðsmaður héldi meðferð málsins áfram.

   

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 7. febrúar 2022, sem hljóðar svo:

   

Vísað er til fyrri samskipta vegna kvörtunar yðar yfir ákvörðun lyfjanefndar Landspítala gagnvart A í febrúar 2021. Með bréfi yðar 1. febrúar sl. var upplýst um nýja ákvörðun nefndarinnar og að þar með væri ekki þörf á að umboðsmaður héldi áfram meðferð málsins.

Með vísan til framangreinds læt ég því máli þessu lokið, sbr. a-lið 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.