Fjármála- og tryggingastarfsemi. Starfssvið umboðsmanns Alþingis.

(Mál nr. 11501/2022)

Kvartað var yfir lagaákvæðum um verðtryggingu sem viðkomandi taldi í andstöðu við stjórnarskrá.

Þar sem starfssvið umboðsmanns tekur ekki til starfa Alþingis voru ekki skilyrði til að hann fjallaði um kvörtunina. Hafði viðkomandi áður kvartað yfir því sama og fengið sams konar svör.

   

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 14. febrúar 2022, sem hljóðar svo:

   

  

Vísað er til kvörtunar yðar 22. janúar sl. sem þér beinið að Alþingi vegna lagaákvæða um verðtryggingu sem þér teljið í andstöðu við stjórnarskrá.

Þér hafið áður sent umboðsmanni Alþingis samhljóða kvörtun en hún fékk málsnúmerið 9833/2018. Með bréfi 25. september 2018 tilkynnti umboðsmaður yður að hann hefði lokið athugun sinni á þeirri kvörtun með vísan til þess að starfsvið hans tæki ekki til starfa Alþingis og að hann teldi ekki tilefni til að taka málefnið, sem kvörtun yðar lyti að, til athugunar á grundvelli 5. og 11. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.

Eftir að kvörtun yðar hefur verið yfirfarin verður ekki séð að efni séu til að taka hana til frekari meðferðar. Um þá afstöðu vísast til sömu sjónarmiða og komu fram í fyrrgreindu bréfi umboðsmanns Alþingis til yðar og er athugun umboðsmanns á kvörtun yðar því lokið, sbr. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997.