Tafir.

(Mál nr. 11554/2022)

Kvartað var yfir að kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefði ekki leitt mál til lykta innan þeirra tímamarka sem kveðið væri á um í reglugerð.

Ekki varð talið að slíkur dráttur hefði orðið á málsmeðferð nefndarinnar að tilefni væri fyrir umboðsmann til að aðhafast að svo stöddu.

   

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 14. febrúar 2022, sem hljóðar svo:

  

  

Vísað er til kvörtunar yðar 10. þessa mánaðar yfir því að kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hafi ekki leitt mál til lykta innan þeirra tímamarka sem kveðið er á um í 12. gr. reglugerðar nr. 1177/2019, um nefndina.

Af kvörtun yðar verður ekki annað ráðið en að málsmeðferð nefndarinnar hafi ekki samræmst 12. gr. reglugerðarinnar og áætlanir hennar hafi ekki staðist hingað til. Þrátt fyrir það verður í ljósi þess sem liggur fyrir um samskipti yðar við nefndina ekki talið að enn hafi orðið slíkur dráttur á málsmeðferðinni að nægt tilefni sé til að það verði tekið til nánari athugunar hjá umboðsmanni að svo stöddu.

Með vísan til þess sem rakið er að framan er athugun minni á kvörtun yðar lokið, sbr. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.