Sveitarfélög. Skilyrði þess að kvörtun verði tekin til meðferðar.

(Mál nr. 11527/2022)

Kvörtun sem settur umboðsmaður hafði þegar afgreitt var ítrekuð.  

Umboðsmaður taldi sem fyrr að ekki væru uppfyllt skilyrði til að taka kvörtunina til umfjöllunar.

  

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 25. febrúar 2022, sem hljóðar svo:

  

 

 

  

Vísað er til erindis yðar 2. febrúar sl., en með því fylgið þér eftir kvörtun yðar 16. apríl sl. sem fékk málsnúmerið 11045/2021. Með bréfi 30. þess mánaðar lauk settur umboðsmaður Alþingis athugun sinni á málinu. Sú niðurstaða byggðist á því að ekki væri uppfyllt skilyrði 2. mgr. 4. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis, til að kvörtun yðar yrði tekin til frekari meðferðar.

Eftir að hafa kynnt mér erindi yðar og þau sjónarmið sem það byggist á verður ekki ráðið að annað eigi nú við. Með vísan til þeirra röksemda sem yður voru gerð grein fyrir í áðurnefndu bréfi setts umboðsmanns tel ég því ekki uppfyllt skilyrði til að erindi yðar 2. febrúar sl. verði tekið til frekari meðferðar sem kvörtun og lýk því athugun minni á því, sbr. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997.