Tafir hjá stjórnvaldi á afgreiðslu máls.

(Mál nr. 11462/2022)

Kvartað var yfir að Borgarbyggð hefði ekki brugðist við erindi þrátt fyrir ítrekun. 

Í kjölfar eftirgrennslanar umboðsmanns kom í ljós að erindinu hafði erið svarað og því ekki tilefni til að aðhafast frekar.

   

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 4. mars 2022, sem hljóðar svo:

   

   

Vísað er til kvörtunar yðar 2. janúar sl. f.h. A ehf. yfir því að Borgarbyggð hafi ekki brugðist við erindi yðar 21. febrúar 2021 þótt það hafi verið ítrekað.

Í tilefni af kvörtun yðar var sveitarfélaginu ritað bréf 21. janúar sl. þar sem þess var m.a. óskað að upplýst yrði í hvaða farveg erindi yðar hefðu verið lögð og hvað liði meðferð og afgreiðslu þeirra. Mér hefur nú borist bréf Borgarbyggðar 24. febrúar sl. þar sem fram kemur að erindi yðar 21. febrúar 2021 hafi verið svarað með bréfum 23. og 25. mars sl.

Í ljósi framangreinds tel ég ekki tilefni til þess að taka kvörtun yðar til frekari meðferðar og læt athugun minni lokið, sbr. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.