Tafir hjá stjórnvaldi á afgreiðslu máls.

(Mál nr. 11580/2022)

Kvartað var yfir töfum á svörum frá mennta- og barnamálaráðherra við ítrekuðu erindi.

Í kjölfar fyrirspurnar umboðsmanns svaraði ráðuneytið viðkomandi og því ekki ástæða til að aðhafast frekar.

  

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 21. mars 2022, sem hljóðar svo:

 

 

Vísað er til kvörtunar yðar 1. þessa mánaðar fyrir hönd A ehf. yfir því að tölvubréfi yðar 10. janúar sl. til mennta- og barna­málaráðherra, sem var ítrekað 8. febrúar sl., hafi ekki verið svarað.

Í tilefni af kvörtuninni var mennta- og barnamálaráðuneytinu ritað bréf 2. mars sl. Með svarbréfi ráðuneytisins 15. þess mánaðar var upplýst að tölvubréfunum hefði nú verið svarað með bréfi sama dag. Afrit af því bréfi fylgdi svarbréfi ráðuneytisins.

Í ljósi þess að kvörtun yðar lýtur að því að erindum yðar hafi ekki verið svarað og það hefur nú verið gert er ekki tilefni til þess að aðhafast frekar vegna málsins og læt ég því athugun minni lokið, sbr. a-lið 2. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.