Tafir hjá stjórnvaldi á afgreiðslu máls.

(Mál nr. 11553/2022)

Kvartað var yfir að Menntasjóður námsmanna hefði ekki svarað erindi.  

Áður en lengra var haldið barst bréf frá viðkomandi þar sem greint var frá að sjóðurinn hefði svarað og lauk málinu þar með.

  

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 21. mars 2022, sem hljóðar svo:

 

  

Vísað er til kvörtunar yðar 3. febrúar sl. f.h. A yfir því að erindi yðar til Menntasjóðs námsmanna 6. desember sl. hafi ekki verið svarað.

Mér hefur nú borist tölvubréf yðar 9. mars sl. þar sem fram kemur að Menntasjóður námsmanna hafi nú svarað erindinu og er þess óskað að málinu verði lokið af hálfu umboðsmanns. Með vísan til þess læt ég máli þessu lokið, sbr. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.