Tafir hjá stjórnvaldi á afgreiðslu máls.

(Mál nr. 11538/2022)

Kvartað var yfir  að nefnd um eftirlit með lögreglu hefði ekki svarað afgreitt. 

Í svari frá nefndinni var gerð grein fyrir málsmeðferðartíma hjá henni og ástæðum fyrir honum. Mál séu að jafnaði tekin fyrir í þeirri röð sem þau berist og komin var tímasetning á hvenær þetta yrði tekið fyrir. Ekki var því ástæða fyrir umboðsmann til að aðhafast frekar.

  

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 24. mars 2022, sem hljóðar svo:

  

  

Vísað er til kvörtunar yðar 5. febrúar sl., sem lýtur að því að erindi yðar til nefndar um eftirlit með lögreglu frá 17. ágúst sl. hafi ekki verið afgreitt.

Í tilefni af kvörtuninni var nefnd um eftirlit með lögreglu ritað bréf 2. mars sl. þar sem óskað var eftir að nefndin veitti upplýsingar um hvað liði meðferð og afgreiðslu erindisins. Nú hefur borist svarbréf frá nefndinni 14. þess mánaðar þar sem m.a. er gerð grein fyrir málsmeðferðartíma hjá nefndinni og ástæðum fyrir honum. Mál séu að jafnaði tekin fyrir hjá nefndinni í þeirri röð sem þau berist og stefnt hafi verið að því að taka erindi yðar fyrir á fundi nefndarinnar 18. mars sl.

Í ljósi framangreinds tel ég ekki ástæðu til að aðhafast frekar í tilefni af kvörtun yðar að svo stöddu. Lýk ég því meðferð minni á henni með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis. Verði frekari tafir á meðferð málsins, sem þér teljið óhóflegar, getið þér leitað til mín á ný að hæfilegum tíma liðnum.