Fullnustugerðir og skuldaskil. Starfssvið umboðsmanns Alþingis.

(Mál nr. 11629/2022)

Kvartað var yfir því að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefði heimilað að ökutæki viðkomandi yrði selt nauðungarsölu. 

Af ákvæðum nauðungarsölulaga er ljóst að það er hlutverk dómstóla að leysa úr ágreiningi um nauðungarsölu og féll efni kvörtunarinnar því ekki undir starfssvið umboðsmanns.

  

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 29. mars 2022, sem hljóðar svo:

  

  

Vísað er til erindis yðar 25. mars sl. sem verður skilið þannig að kvartað sé yfir því að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi heimilað að ökutæki yðar verði selt nauðungarsölu. Teljið þér að með því hafi verið brotið í bága við ákvæði stjórnsýslulaga nr. 37/1993.

Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. síðastnefndra laga gilda ákvæði laganna að jafnaði ekki um nauðungarsölu, heldur fer um hana eftir samnefndum lögum nr. 90/1991. Af ákvæðum þeirra laga er ljóst að það er hlutverk dómstóla að leysa úr ágreiningi um nauðungarsölu. Kvörtunarefni yðar fellur því ekki undir starfssvið umboðsmanns, sbr. c-lið 4. mgr. 3. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis. Þar segir að starfssvið hans taki ekki til ákvarðana og annarra athafna, þegar samkvæmt beinum lagafyrirmælum er ætlast til að menn leiti leiðréttingar með málskoti til dómstóla.

Með vísan til þess sem rakið er að framan er athugun minni á kvörtun yðar lokið, sbr. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997.