Tafir hjá stjórnvaldi á afgreiðslu máls.

(Mál nr. 11576/2022)

 

Kvartað var yfir töfum á meðferð máls hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.

 

Ráðuneytið upplýsti að fyrirhugað væri að ljúka meðferð málsins fyrir lok marsmánaðar og viðkomandi verið upplýstur um það. Ekki var því ástæða til að aðhafast frekar.

 

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi 19. apríl 2022.

 

 

Vísað er til kvörtunar yðar 27. febrúar sl. yfir töfum á meðferð samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, nú innviðaráðuneytið, á málinu SRN19100101.

Í tilefni af kvörtun yðar var ráðuneytinu ritað bréf 2. mars sl. þar sem þess var óskað að það upplýsti hvað liði meðferð málsins. Með svarbréfi ráðuneytisins 5. þessa mánaðar var upplýst að fyrirhugað væri að ljúka meðferð málsins fyrir lok mánaðarins og yður hefðu verið veittar upplýsingar þar að lútandi, sbr. tölvubréf ráðuneytisins til yðar sama dag.

Þar sem kvörtun yðar lýtur að töfum á meðferð framangreinds máls og ráðuneytið hefur nú upplýst að það muni afgreiða málið fyrir lok þessa mánaðar er ekki ástæða til að aðhafast frekar í tilefni af kvörtuninni. Lýk ég því athugun á henni, sbr. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.