Fullnusta refsinga.

(Mál nr. 11620/2022)

 

Kvartað var yfir samskiptum við Fangelsismálastofnun um fullnustu refsingar.

 

Í framhaldi af samskiptum umboðsmanns við Fangelsismálastofnun taldi hann ekki nægilegt tilefni til nánari athugunar af sinni hálfu.

 

Umboðsmaður lauk málinu með bréf 22. apríl 2022.

 

 

Vísað er til kvörtunar yðar 22. mars sl. yfir samskiptum við Fangelsis­málastofnun um fullnustu refsingar yðar en hlé mun hafa verið gert á henni 25. mars 2020.

Í tilefni af kvörtun yðar var Fangelsismálastofnun ritað bréf 28. mars sl. og þess óskað að stofnunin upplýsti mig um stöðu yðar. Í svarbréfi 30. sama mánaðar kemur m.a. fram að þér afplánið nú eftir­stöðvar refsingar yðar á Kvíabryggju og þér hafið sótt um að afplána hluta refsingarinnar á Vernd en sú umsókn hafi ekki verið afgreidd. Í ljósi kvörtunarefnis yðar og framangreindra upplýsinga verður ekki ráðið að kvörtun yðar gefi nægilegt tilefni til nánari athugunar af minni hálfu á samskiptum yðar við Fangelsismálastofnun. Í því efni hefur einnig þýðingu að fyrrgreind umsókn yðar er enn til meðferðar hjá stofnuninni en teljið þér tilefni til getið þér kært ákvörðun stofnunarinnar þegar hún liggur fyrir til dómsmála­ráðuneytisins samkvæmt ákvæðum laga nr. 15/2016, um fullnustu refsinga.

Með vísan til framangreinds lýk ég því umfjöllun minni um mál yðar, sbr. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis.