Einkaréttarlegt. Starfssvið umboðsmanns Alþingis.

(Mál nr. 11654/2022)

Kvartað var yfir starfsemi stéttarfélagsins Eflingar.

Starfsemi Eflingar telst hvorki til stjórnsýslu ríkis né sveitarfélaga og því ekki skilyrði til að umboðsmaður fjallaði um kvörtunina.

 

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi 26. apríl 2022.

 

Vísað er til kvörtunar yðar 12. apríl sl. yfir starfsemi stéttar­félagsins Eflingar.

Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis, er hlutverk hans að hafa í umboði Alþingis eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga á þann hátt sem nánar greinir í lögunum og tryggja rétt borgaranna gagnvart stjórnvöldum landsins. Í samræmi við þetta hlutverk er kveðið á um það í 3. gr. sömu laga að starfssvið umboðsmanns taki til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Stéttarfélagið Efling er ekki stjórnvald í skilningi stjórn­sýslu­réttar og starfsemi þess telst ekki til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Af þeim sökum fellur það utan starfs­sviðs umboðsmanns að fjalla um kvörtun yðar.

Með vísan til þess sem rakið er að framan og 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997 er umfjöllun minni um kvörtun yðar lokið.