Tafir hjá stjórnvaldi á afgreiðslu máls.

(Mál nr. 11648/2022)

Kvartað var yfir töfum á afgreiðslu matvælaráðuneytisins á erindi.

Í ljós kom að ráðuneytið var hafði afgreitt málið áður en kvartað var yfir töfum til umboðsmanns og því ekki ástæða til að aðhafast frekar.

 

Umboðsmaður lauk málinu með bréfi, dags. 9. maí 2022, sem hljóðar svo:

 

Vísað er til kvörtunar yðar 8. apríl sl. yfir töfum á afgreiðslu matvælaráðuneytisins á beiðni um endurskoðun á mati ráðuneytisins á umsókn yðar um nýliðunarstuðning í samræmi við IV. kafla reglugerðar nr. 430/2021, um almennan stuðning við landbúnað.

Í tilefni af kvörtun yðar var ráðuneytinu ritað bréf 26. apríl sl. þar sem óskað var upplýsinga um hvað liði meðferð og afgreiðslu beiðninnar. Nú hefur borist svar frá ráðuneytinu 2. maí sl. þar sem fram kemur að beiðni yðar um endurupptöku hafi verið hafnað með bréfi 15. mars sl. Þar sem kvörtun yðar lýtur að töfum á afgreiðslu erindis og gögn málsins bera með sér að það hafi verið afgreitt tel ég ekki ástæðu til að aðhafast frekar í tilefni af henni að svo stöddu. Ef þér eruð ósáttir við afgreiðslu matvælaráðuneytisins á erindi yðar getið þér leitað til mín með kvörtun þar að lútandi teljið þér efni til þess.

Með hliðsjón af framangreindu og með vísan til 1. mgr. 10. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis, lýk ég hér með athugun minni á kvörtun yðar.